Innlent

Mikilvægt að hlúa að geðheilsu

Samúel Karl Ólason skrifar
Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir. Lögreglan

Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins í dag.

Hún sagði sömuleiðis mikilvægt að fólk hafi greiðan aðgang að upplýsingum um úrræði og önnur bjargræði varðandi geðheilsu.

Slíkum upplýsingum hefur verið safnað saman á covid.is í undirflokknum Líðan okkar. Fól sem á erfitt með tölvur og önnur tæki getur hringt í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og fengið aðstoð og leiðbeiningu.

„Það er auðvitað mikilvægt að við iðkum það sem við köllum sjálfshjálp. Reynum að kynna okkur hvað við getum gert sjálf, hvernig við getum tekist á við kvíða og áhyggjur og finna út hvað virkar fyrir hvern og einn,“ sagði Alma.

Nefndi hún að fara í gönguferðir, hlusta á tónlist, lesa og svo framvegis. Þá sagði Alma mikilvægt að fólk ræddi saman af yfirvegun og ræddi saman.

Alma nefni einnig að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu sé sinnt og að þar sé heilsugæslan fyrsti viðkomustaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.