Innlent

Breytingar vegna kórónuveiru gætu haft áhrif á 225 hælisleitendur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Breytt mat gæti haft áhrif á allt að 225 hælisleitendur.
Breytt mat gæti haft áhrif á allt að 225 hælisleitendur. vísir/vilhelm

Um 225 hælisleitendur gætu orðið fyrir áhrifum af breyttu mati Útlendingastofnunar á því hvort mál einstaklinganna eigi að taka til efnismeðferðar vegna aðstæðnanna sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kemur fram á mbl.is en Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, sagði að ekki væri hægt að fullyrða hversu mörg mál verða tekin til efnismeðferðar þar sem notast verður við hið breytta mat.

Um þriðjungur þessara 225 einstaklinga eru börn en einstaklingarnir eru annað hvort umsækjendur um alþjóðlega vernd, eiga mál til vinnslu hjá Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála, eru með mál fyrir dómstólum og hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.