Innlent

Gular viðvaranir fyrir vestan og sunnan

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikilli snjókomu er spáð á morgun.
Mikilli snjókomu er spáð á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir vestanvert- og sunnanvert landið í dag. Spáð er vaxandi norðaustanátt í dag sem mun ná í 15 til 25 metra á sekúndu eftir hádegi. Hvassast verður syðst. Él verður víða en úrkomulítið á suðvestanverðu landinu.

Í kvöld og í nótt mun svo bæta í vind og ofankomu með norðaustan stormi eða roki víða á morgun með talsverðri snjókomu og skafrenningi.

Annað kvöld mun þó hlýna og fara að rigna um landið sunnan- og austanvert.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að hvassast verði undi Eyjafjöllum og í Öræfum. Líkur séu á að færð geti spillst í flestum landshlutum á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.