Eldur kom upp í iðnaðarhúsi í Neskaupstað Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 11:49 Greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkvistarfi var lokið upp úr klukkan sex í morgun. Slökkvilið Fjarðabyggðar Eldur kom upp í þaki rafstöðvarhúss RARIK í Neskaupstað í nótt. Tilkynnt var um eldinn klukkan 4:10, en byggingin hýsir starfsemi RARIK í bænum, meðal annars varaaflvélar, háspennubúnað og spennu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkvistarfi var lokið upp úr klukkan sex í morgun. Slökkvilið Fjarðabyggðar segir frá málinu á Facebook-síðu sinni, en vegna tengivinnu í aðveitustöð var bærinn fæddur á varaafli og voru því allar vélar í gangi í stöðinni þegar eldurinn kom upp. „Þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki byggingarinnar í afmörkuðu rými umhverfis reykrör frá varaaflvélum stöðvarinnar. Brunaskil virkuðu og komst eldurinn ekki í aðra hluta byggingarinnar. Á meðan undirbúið var að koma mönnum upp á þak hússins við erfiðar aðstæður, var slökkvibyssa (monitor) á nýjum öflugum slökkvibíl slökkviliðsins notaður til að slökkva sýnilegan eld og til að verja aðra hluta þaksins. Bíllinn er með mjög öflugt CAFFS froðukerfi með mikinn slökkvimátt. Þannig tókst að halda eldinum í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiddist út á aðalþak byggingarinnar. Þegar reykkafarar við erfiðar aðstæður komust að þakvirkinu, voru rofin göt á klæðningar til að komast að upptökum og slökkva glóð. Slökkvistarfið gekk greiðlega en auk slökkviliðsmanna frá slökkvistöð Slökkviliðs Fjarðabyggðar í Neskaupstað kom aðstoð frá næstu slökkvistöð þess á Reyðarfirði.Slökkvilið Fjarðabyggðar Fengin var aðstoð verktaka við að moka snjó frá húsinu til að koma körfubíl að og einnig tæki til að sanda vettvang þar sem var nokkur snjór og hálka. Slökkvistarfið gekk greiðlega en auk slökkviliðsmanna frá slökkvistöð Slökkviliðs Fjarðabyggðar í Neskaupstað kom aðstoð frá næstu slökkvistöð þess á Reyðarfirði. Um klukkustund tók að slökkva allan eld og drepa í glæðum en slökkvistarfi á vettvangi lauk rúmlega sex í morgun. Þar sem allt rafmagn fór af bænum við þetta þá unnu slökkviliðsmenn þarna í svarta myrkri, í snjó og hálku og aðstæður á þaki á hárri byggingu sem voru mjög varhugaverðar og erfiðar. Veður var hins vegar stillt og hjálpaði það mikið til,“ segir í færslunni. Slökkvilið Fjarðabyggð Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Eldur kom upp í þaki rafstöðvarhúss RARIK í Neskaupstað í nótt. Tilkynnt var um eldinn klukkan 4:10, en byggingin hýsir starfsemi RARIK í bænum, meðal annars varaaflvélar, háspennubúnað og spennu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en slökkvistarfi var lokið upp úr klukkan sex í morgun. Slökkvilið Fjarðabyggðar segir frá málinu á Facebook-síðu sinni, en vegna tengivinnu í aðveitustöð var bærinn fæddur á varaafli og voru því allar vélar í gangi í stöðinni þegar eldurinn kom upp. „Þegar að var komið logaði eldur upp úr þaki byggingarinnar í afmörkuðu rými umhverfis reykrör frá varaaflvélum stöðvarinnar. Brunaskil virkuðu og komst eldurinn ekki í aðra hluta byggingarinnar. Á meðan undirbúið var að koma mönnum upp á þak hússins við erfiðar aðstæður, var slökkvibyssa (monitor) á nýjum öflugum slökkvibíl slökkviliðsins notaður til að slökkva sýnilegan eld og til að verja aðra hluta þaksins. Bíllinn er með mjög öflugt CAFFS froðukerfi með mikinn slökkvimátt. Þannig tókst að halda eldinum í skefjum og koma í veg fyrir að hann breiddist út á aðalþak byggingarinnar. Þegar reykkafarar við erfiðar aðstæður komust að þakvirkinu, voru rofin göt á klæðningar til að komast að upptökum og slökkva glóð. Slökkvistarfið gekk greiðlega en auk slökkviliðsmanna frá slökkvistöð Slökkviliðs Fjarðabyggðar í Neskaupstað kom aðstoð frá næstu slökkvistöð þess á Reyðarfirði.Slökkvilið Fjarðabyggðar Fengin var aðstoð verktaka við að moka snjó frá húsinu til að koma körfubíl að og einnig tæki til að sanda vettvang þar sem var nokkur snjór og hálka. Slökkvistarfið gekk greiðlega en auk slökkviliðsmanna frá slökkvistöð Slökkviliðs Fjarðabyggðar í Neskaupstað kom aðstoð frá næstu slökkvistöð þess á Reyðarfirði. Um klukkustund tók að slökkva allan eld og drepa í glæðum en slökkvistarfi á vettvangi lauk rúmlega sex í morgun. Þar sem allt rafmagn fór af bænum við þetta þá unnu slökkviliðsmenn þarna í svarta myrkri, í snjó og hálku og aðstæður á þaki á hárri byggingu sem voru mjög varhugaverðar og erfiðar. Veður var hins vegar stillt og hjálpaði það mikið til,“ segir í færslunni.
Slökkvilið Fjarðabyggð Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira