Þurfa að spila úrslitaleik bikarkeppninnar á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 06:00 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad. Vísir/Daníel „Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
„Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira