InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 22:30 Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. IPGP/Nicolas Sarter Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. InSight hefur greint um það bil 450 skjálfta frá því í nóvember 2018 og hafa þeir sterkustu verið þrjú til fjögur stig. Búist var við því að stærri skjálftar myndu mælast á Mars. Vísindamenn kafa nú í gögnin frá mælitækju InSight og reyna að sjá hvaða upplýsingar þessi gögn geta veitt um Mars og hvað finna megi undir yfirborði reikistjörnunnar. Búið er að birta nokkra rannsóknir sem unnar eru úr gögnum frá InSight og ná þau yfir fyrstu tíu mánuði farsins á Mars. Farið er yfir þær á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þar sem segir að skjálftavirkni Mars sé minni en á jörðinni en meiri en á tunglinu, þar sem mælingar voru teknar í Appolo leiðöngrunum. Það eru engir jarðflekar á Mars en hins vegar eru svæði plánetunnar jarðfræðilega virk og eru þar tíð eldgos. Þau og kvikuhreyfing gæti valdið skjálftum á Mars. Dularfullar segulbylgjur Mars bjó yfir segulsviði fyrir mörgum milljörðum ára .Það er ekki lengur til staðar en það virðist þó hafa skilið eftir sig drauga. InSight hefur greint dularfullar segulbylgjur sem talar eru koma frá fornu bergi djúpt undir yfirborði Mars. Mælingarnar sýna einnig að segulbylgjurnar breytast og eru hvað mestar um miðnætti. Talið er koma til greina að sólarvindur útskýri þessar breytingar. InSight hefur einnig greint hvirfilbyli en ekki hefur tekist að fanga þá almennilega á filmu ennþá. Þegar þeir safna nægilegum krafti sjúga þeir ryk af yfirborði Mars í sig og eru þannig bersýnilegir. Þrátt fyrir að mælitæki Insight hafi greint þúsundir hvirfilbylja hefur það ekki gerst enn. Minnst eitt ár enn Til stendur að nota InSight til rannsókna í minnst eitt ár til viðbótar. InSight er ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka þaðan sýni og kortleggja plánetuna inn að kjarna. Það hefur þó gengið illa að koma bor farsins í gegnum yfirborð Mars. Með því að skoða hvernig skjálftabylgjur ferðast í gegnum Mars vonast vísindamenn til að öðlast frekari skilning á því hvernig reikistjörnur eins og Mars og jörðin mynduðust. Teikning sem sýnir hvað InSight gerir á Mars.J.T. Keane/Nature Geoscience Mars is alive, and I'm getting more of the big picture every day: marsquakes! whirlwinds! mysterious magnetic pulses!Lots of new science, as my team releases findings from my experiments here on #Mars. Read all about it: https://t.co/bQ6uhIPusV— NASA InSight (@NASAInSight) February 24, 2020
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira