Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2020 14:14 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ. vÍSIR/VILHELM Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. Ráðherra segir að sú leið hafi vissulega verið skoðuð en ákveðið hefði verið að skapa frekar störf. Aðalkrafa stúdenta vegna þeirrar óvissu sem nú blasir við vegna kórónuveirufaraldursins er að þeim verði gefinn kostur á að fá atvinnuleysisbætur. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að þessari kröfu hafi ekki verið svarað. „Stúdentar eru nú þegar mjög virkir á vinnumarkaði. 70 prósent þeirra vinna samhliða námi og 90 prósent að sumri og greiða hluta af launum sínum tryggingagjald í atvinnutryggingasjóð. Og eiga ekki þann rétt enn þá. Þannig að það á eftir að leiðrétta það.“ Jóna sagði þó ánægjulegt að sjá að kröfur stúdenta um breytingar hjá LÍN hafi náð í gegn. Sömuleiðis sé greiðsludreifing skrásetningargjalda skref í rétta átt þótt krafa stúdenta sé að gjöldin falli niður á næsta skólaári. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að það hafi auðvitað verið skoðað að gera stúdentum kleift að fá atvinnuleysisbætur. „En niðurstaðan var sú að það væri miklu skynsamlegra að leggja áherslu á að skapa störf vegna þess að það tryggir virkni og það skapar verðmætasköpun í samfélaginu og hefur afleidd jákvæð áhrif fyrir hagkerfið.“ Upptöku frá fundinum má sjá að neðan en í lok upptökunnar er rætt við fulltrúa stúdenta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira