Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. febrúar 2016 16:00 Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. Rashford þessi skaust fram á sjónarsviðið með tveimur mörkum gegn Midtjylland á fimmtudaginn og gaf Van Gaal honum annað tækifæri í byrjunarliði Manchester United. Hann var ekki lengi að þakka það en hann kom Manchester United 2-0 yfir um miðbik hálfleiksins. Fyrra markið kom með skoti af stuttu færi eftir að boltinn féll fyrir hann inn í vítateig Arsenal. Rashford bætti hann við öðru marki stuttu síðar þegar hann skallaði fyrirgjöf Jesse Lingard í netið en aðeins þrjár mínútur liðu á milli markanna. Danny Welbeck náði að minnka muninn fyrir Arsenal á gamla heimavellinum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og tók Manchester United 2-1 forskot inn í hálfleikinn. Rashford var aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann renndi boltanum á Ander Herrera og fór skot hans af Laurent Koscielny og í netið. Skytturnar voru ekki lengi að svara því, fjórum mínútum síðar hafði Mesut Özil minnkað muninn fyrir Arsenal með skoti af stuttu færi. Skytturnar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir þetta en lærisveinum Arsene Wenger náðu ekki að skapa sér almennileg færi og lauk leiknum með 3-2 sigri Manchester United. Með sigrinum saxaði Manchester United á Arsenal og Manchester City í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu en Manchester United er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City sem eiga leik til góða.Rashford bætir við öðru marki Manchester United: Welbeck minnkar muninn á gamla heimavellinum: Herrera bætir við þriðja marki Manchester United: Özil minnkar aftur muninn: Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. Rashford þessi skaust fram á sjónarsviðið með tveimur mörkum gegn Midtjylland á fimmtudaginn og gaf Van Gaal honum annað tækifæri í byrjunarliði Manchester United. Hann var ekki lengi að þakka það en hann kom Manchester United 2-0 yfir um miðbik hálfleiksins. Fyrra markið kom með skoti af stuttu færi eftir að boltinn féll fyrir hann inn í vítateig Arsenal. Rashford bætti hann við öðru marki stuttu síðar þegar hann skallaði fyrirgjöf Jesse Lingard í netið en aðeins þrjár mínútur liðu á milli markanna. Danny Welbeck náði að minnka muninn fyrir Arsenal á gamla heimavellinum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og tók Manchester United 2-1 forskot inn í hálfleikinn. Rashford var aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann renndi boltanum á Ander Herrera og fór skot hans af Laurent Koscielny og í netið. Skytturnar voru ekki lengi að svara því, fjórum mínútum síðar hafði Mesut Özil minnkað muninn fyrir Arsenal með skoti af stuttu færi. Skytturnar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir þetta en lærisveinum Arsene Wenger náðu ekki að skapa sér almennileg færi og lauk leiknum með 3-2 sigri Manchester United. Með sigrinum saxaði Manchester United á Arsenal og Manchester City í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu en Manchester United er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City sem eiga leik til góða.Rashford bætir við öðru marki Manchester United: Welbeck minnkar muninn á gamla heimavellinum: Herrera bætir við þriðja marki Manchester United: Özil minnkar aftur muninn:
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira