Rúmenar dóu ekki ráðalausir | Verða víða um Laugardalsvöll Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 07:00 Rúmenskir stuðningsmenn ætla að láta vel í sér heyra á Laugardalsvelli 26. mars. vísir/getty Þeir 500 miðar sem að rúmenska knattspyrnusambandið fékk til sölu á leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu á Laugardalsvelli seldust fljótt upp. Hins vegar má búast við talsvert fleiri en 500 Rúmenum á leiknum. Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti og ljóst að íslenskir stuðningsmenn verða í miklum meirihluta. En líkt og á Íslandi er mikill áhugi á meðal Rúmena á að sjá nýjar vonarstjörnur þjóðarinnar berjast um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar. Á rúmenska vefmiðlinum Gazeta Sporturilor er fjallað um áhuga Rúmena og þar segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8. Einn hafði tryggt sér miða án þess að komast á leikinn og kvaðst reiðubúinn að gefa þá til dyggra stuðningsmanna. Samkvæmt frétt Gazeta Sporturilor vonast Rúmenar til að fylla í yfir 1.000 sæti á Laugardalsvelli, en ljóst er að 500 þeirra yrðu þá á víð og dreif, innan um íslenska stuðningsmenn. Þau 500 sæti sem rúmenska knattspyrnusambandið fékk eru væntanlega öll á sama stað, í nyrsta enda minni stúkunnar á Laugardalsvelli.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Þeir 500 miðar sem að rúmenska knattspyrnusambandið fékk til sölu á leik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu á Laugardalsvelli seldust fljótt upp. Hins vegar má búast við talsvert fleiri en 500 Rúmenum á leiknum. Laugardalsvöllur tekur um 9.800 manns í sæti og ljóst að íslenskir stuðningsmenn verða í miklum meirihluta. En líkt og á Íslandi er mikill áhugi á meðal Rúmena á að sjá nýjar vonarstjörnur þjóðarinnar berjast um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í sumar. Á rúmenska vefmiðlinum Gazeta Sporturilor er fjallað um áhuga Rúmena og þar segir að í Facebook-hópi Rúmena sem búsettir séu á Íslandi hafi skapast umræða um leikinn, og menn verið á tánum þegar KSÍ opnaði fyrir sölu miða á dögunum. Þeir sem náðu í miða á leikinn voru hvattir til að láta vita af sér og náðu ýmsir 4 eða 6 miðum og sumir jafnvel 8. Einn hafði tryggt sér miða án þess að komast á leikinn og kvaðst reiðubúinn að gefa þá til dyggra stuðningsmanna. Samkvæmt frétt Gazeta Sporturilor vonast Rúmenar til að fylla í yfir 1.000 sæti á Laugardalsvelli, en ljóst er að 500 þeirra yrðu þá á víð og dreif, innan um íslenska stuðningsmenn. Þau 500 sæti sem rúmenska knattspyrnusambandið fékk eru væntanlega öll á sama stað, í nyrsta enda minni stúkunnar á Laugardalsvelli.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Uppselt á leikinn gegn Rúmeníu Búið er að selja alla miða á umspilsleikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í lok þessa mánaðar. 2. mars 2020 16:35
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00