Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki fyrir Augsburg með félaga sínum Michael Gregoritsch. Það verður athyglisvert að sjá hvernig leikmenn munu fagna mörkum sínum nú þegar þeir eiga að lágmark samskipti sín. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu. Þýski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu.
Þýski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira