Ráðherrar vongóðir um að það versta sé afstaðið Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 20:33 Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
Ráðherrar eru varkárir í yfirlýsingum um framhaldið en vongóðir um að það hilli í að það versta sé afstaðið. Sóttvarnalæknir segist ekki hafa verið beittur neinum þrýstingi. „Nei, nei ég er ekki að láta undan neinum þrýstingi. Mér er það algerlega ljóst að það sem ég þarf fyrst og fremst að taka tillit til eru heilsufarssjónarmið. Reyna að tryggja eins og mögulegt er að þessi veira komi ekki inn í landið. Mér er það hins vegar líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þarf að opna þetta land,“ segir Þórólfur. „Og við erum í raun og veru núna búin að setja á dagatalið að við ætlum að opna sundlaugarnar á mánudaginn kemur og ýmsa þjónustu eins og líkamsræktarstöðvar og svo framvegis 25. maí. Við erum að tala um að gera þetta hraðar ein áætlað var,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðiskerfið sé vel í stakk búið til að bregðast við þessum breytingum en breytingar þurfa líka að eiga sér stað í öðrum ríkjum. Dómsmálaráðherra segir afléttingu banns við komu fólks utan Schengen hingað haldast í hendur við tímasetningu Evrópusambandsins. „Við erum með þessu auðvitað að stíga ákveðið skref að fara þetta á okkar forsendum. Að bjóða Ísland sem stað að nýju og að leyfa Íslendingum og auka ferðafrelsi þeirra með því að þurfa ekki að fara í sóttkví við heimkomu. Í þessu eru mikil tækifæri og við getum auðvitað líka útfært slíka lokun þannig að Ísland sé áfangastaður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Þegar við skoðum það sem á undan er gengið þá eru allir á sama stað. Menn reyna að vinna út frá þessu eins vel og hægt er. Löndin, meðal annars í Evrópu, hafa farið misjafnar leiðir. En á sama tíma og það er auðvitað mikilvægt eru menn að reyna að halda í alþjóðasamstarfið og vinna þetta saman,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir stöðuna almennt eiga eftir að skýrast á næstu vikum varðandi stöðu flugfélaga og ferðahug almennings í öðrum löndum. „Við erum að fara í mikið markaðsátak erlendis. Erum að setja í það mikið fé. Með mjög metnaðarfulla hugmyndafræði í því. Þannig að ég held að við séum öll að ganga í takt með að við ætlum að byggja upp sterka ferðaþjónustu,“ segir Þórdís Kolbrún. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að áfram verði samið við Icelandair um lágmarks flugsamgöngur til landsins. „En frá og með 15. júní er með þessari ákvörðun ef ekkert annað kemur upp á Ísland opið með þeim takmörkunum sem við erum að setja,“ segir Sigurður Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira