Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. apríl 2015 13:00 Aldís Hilmarsdóttir segir tískusveiflur í neyslu geta ráðið því hversu lítið er haldlagt af sterkum fíkniefnum eftir hrun. Fréttablaðið/Heiða Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira