Innlent

Gústaf tekur við af Sjöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Gústaf Adolf Skúlason.
Gústaf Adolf Skúlason. Háskóli Íslands

Gústaf Adolf Skúlason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Í tilkynningu kemur fram að Gústaf sé með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics.

„Þá hefur hann numið stjórnun og stefnumótun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Undanfarið ár hefur Gústaf starfað við alþjóðlegar rannsóknir hjá Menntamálastofnun en áður hefur hann m.a. starfað sem ráðgjafi, framkvæmdastjóri og áður aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, alþjóðaritari á nefndasviði Alþingis, stundakennari við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og við rannsóknir hjá Alþjóðamálastofnun skólans.

Gústaf hefur störf í maí og tekur við af dr. Sjöfn Vilhelmsdóttur þann 1. júní næstkomandi en Sjöfn tekur við stöðu forstöðumanns Landsgræðsluskóla GRÓ, Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum UNESCO,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans

Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans. Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×