Fyrirhugað er að manna lokunarpósta beggja megin við Hellisheiði núna um klukkan 11. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi má gera má ráð fyrir því að veginum verði lokað skömmu síðar, en það veltur á veðri og færð.
Að því er kemur fram í tilkynningunni er óvíst hversu lengi sú lokun muni standa yfir. Vegagerðin ætlar að reyna eftir fremsta megni að halda Þrengslavegi opnum en það veltur á veðrinu hvernig það muni ganga.
Frekari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.