Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 20:53 Kísilverið sem United Silicon reisti í Helguvík er núna í eigu félags Arion-banka, Stakksbergs ehf. VÍSIR/VILHELM Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28