Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum 17. febrúar 2011 18:54 Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Undirritun samninga um kísilver eru mikilvæg skilaboð um að menn hafi trú á framtíðinni á Íslandi, sagði fjármálaráðherra í Keflavík í dag. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta upphafið að algerum umskiptum fyrir Suðurnes.Það er Íslenska kísilfélagið ehf. sem reisir verksmiðjuna í Helguvík en aðaleigandi þess er bandaríska fyrirtækið Globe Speciality Metals, með 85 prósenta hlut. 15 prósenta hlutur er í eigu félags undir forystu Magnúsar Garðarssonar verkfræðings, en hann verður forstjóri Kísilfélagsins.Við undirskriftina í Duus-húsi í Keflavík í dag sagði iðnaðarráðherra að þetta væri ísbrjótur í atvinnumálum Suðurnesja og taldi að verkefnið ætti eftir að reynast íslenskri þjóð og Suðurnesjum gríðarlega farsælt.Fjármálaráðherra sagði þetta góðan dag fyrir efnahagslífið; þetta væru mikilvæg skilaboð um það að hér hefðu menn trú á framtíðinni. Þrátt fyrir hrunið, og að enn væri ýmislegt til staðar sem gæti fælt menn frá, þá hefði Ísland það fram að færa sem dygði til að draga að fjárfestingu af þessu tagi.Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði þetta fyrstu mikilvægu vísbendinguna um að þau stóru atvinnuverkefni sem Suðurnesjamenn hefðu barist fyrir, væru að komast í höfn, og þau væru skammt undan."Þegar álversverkefnið gengur síðan í garð þá þýðir þetta alger umskipti fyrir íbúa á Suðurnesjum og fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ég hlakka til að vera hér með fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra við þá athöfn," sagði Árni Sigfússon og beindi orðum sínum sérstaklega til ráðherranna um leið og hann kvaðst vonast til að það gæti orðið fljótlega."Við erum að stíga út úr því ömurlega ástandi að hafa mesta atvinnuleysið, og búa á láglaunasvæði, yfir í það að hafa vel launuð og örugg störf fyrir sem flesta," sagði bæjarstjórinn.Aðalfrumkvöðullinn að verkefninu, Magnús Garðarsson, segir að hér verði græn íslensk orka notuð til að framleiða ennþá meiri græna orku úti í heimi, en kísillinn fer að mestu í sólarsellur. "Besti staðurinn til að hafa svona framleiðslu, held ég, er á Íslandi," sagði Magnús.Áformað er að framkvæmdir í Helguvík hefjist fyrir mitt sumar og að framleiðsla kísils hefjist eftir tvö ár.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira