Íslendingaliðin Burnley og Millwall eru komin áfram í fjórða umferð enska bikarsins eftir sigra í þriðju umferðinni í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði og spilaði fyrri hálfleikinn í 4-2 sigri Burnley á Peterborough á heimavelli í dag.
Burnley var komið í 3-0 eftir 23 mínútur áður en gestirnir minnkuðu muninn. Jay Rodriguez gerði tvö mörk fyrir Burnley, Erik Pieters eitt og Jeff Hendrick eitt.
Full time: Burnley 4 Peterborough Utd 2
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 4, 2020
The Clarets are in the hat for Monday's fourth round draw.
Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Millwall sem vann 3-0 sigur á Newport County og er því komið áfram í 32-liða úrslitin.
Newcastle lenti heldur betur í kröppum dansi gegn C-deildarliðinu Rochdale. Miguel Almiron kom úrvalsdeildarliðinu yfir á sautjándu mínútu en hinn fertugi, Aaron Wilbraham, jafnaði fyrir Rochdale ellefu mínútum fyrir leikslok.
Lokatölur urðu 1-1 og þurfa því liðin að mætast á nýjan leik á heimavelli Newcastle.
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 4, 2020
Youngster Luke Matheson sets up veteran Aaron Wilbraham and @officiallydale are back in the game!#EmiratesFACuppic.twitter.com/RXkxVuFJPw
Öll úrslit dagsins:
Birmingham - Blackburn 2-1
Bristol - Shrewsbury 1-1
Burnley - Peterborough 4-2
Millwall - Newport 3-0
Rochdale - Newcastle 1-1
Rotherham - Hull 2-3