Innlent

Suðurlindir stofnaðar

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Sveitarfélögin Grindavík, Vogar og Hafnarfjörður hafa að undanförnu átt í viðræðum um stofnun félags, sem mun ráða yfir meirihluta framtíðarvinnslusvæðis fyrir háhita á Suðurnesjum.

Að sögn Morgunblaðsins er vinnuheiti félagsins Suðurlindir. Blaðið segir jafnframt að málið njóti stuðnings fulltrúa allra flokka í sveitarstjórnunum þremur sem vilji slíðra sverðin í deilum um jarðhitaréttindi.

Jafnframt muni orkufyrirtæki í framtíðinni þurfa að ná samningum við nýja félagið um mögulegar framkvæmdir.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Vogum klukkan 11 vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×