Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 5. mars 2020 08:04 Skemmtiferðaskipið Grand Princess hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. AP/Scott Strazzante Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24