Maðurinn náði ekki að jafna sig og koma fótum undir sig og veltist ítrekað í stiganum. Meðal annars sést hann slást höfðinu í stigan og í eitt sinn virðist hann hafa náð að toppi stigans þegar hann veltur niður aftur.
Á myndbandi sem tekið var þann 24. janúar sést hvernig það líða minnst 40 sekúndur þar til öryggisvörður kemur hlaupandi að og kemur manninum til bjargar. Samkvæmt DailyMail gerðist þetta í Fuzhou í Fujian héraði í Kína.