Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:01 Thunberg (t.h.) var gestur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fundi hennar í dag. Engu að síður sparaði Thunberg ekki gagnrýni á gestgjafa sína og áform þeirra um loftslagsaðgerðir. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti svonefnd „loftslagslög“ á fundi sínum í dag sem gerir markmið sambandsins um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 lagalega bindandi. Aðgerðasinnar eins og Greta Thunberg gagnrýna lögin og segja þau ekki hrökkva til að leysa vandann sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Með lögunum fær framkvæmdastjórnin heimild til þess að gera aðildarríkjunum að setja sér metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á fimm ára fresti eftir 2030 til að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir 2050. Nýju lögin þýða hins vegar ekki að hvert og eitt 27 aðildarríkja Evrópusambandsins þurfi að ná kolefnishlutleysi árið 2050 heldur sambandið í heild sinni. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að sum ríki gætu haldið áfram nettólosun gróðurhúsalofttegunda eftir 2050 ef önnur ríki ná markmiðinu fyrr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá var fallið frá ákvæði um að ríkin skuli stefna að því að binda kolefni eftir árið 2050 sem lagt var upp með í drögum að lögunum. Bæði Evrópuþingið og einstök aðildarríki þurfa að samþykkja lögin áður en þau taka gildi. .@GretaThunberg attended a meeting with European Commission President Ursula Von der Leyen as the EU unveiled a proposal for a European climate law https://t.co/rf1DFfpZEH pic.twitter.com/Ul8HgVijf4— Reuters (@Reuters) March 4, 2020 Hlutleysi eftir þrjátíu ár jafngildi uppgjöf Thunberg, sænska táningsstúlkan sem hefur vakið heimsathygli fyrir svonefnd skólaverkföll ungmenna fyrir loftslagið, var viðstödd fund framkvæmdastjórnarinnar en var harðorð um nýju lögin. Hún telur þau jafngilda uppgjöf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Núll nettó losun fyrir 2050 fyrir Evrópusambandið jafngildir uppgjöf. Það þýðir að gefast upp. Við þurfum ekki bara markmið fyrir 2030 eða 2050. Við þurfum á þeim að halda fyrst og fremst fyrir 2020 og fyrir hvern mánuð og ár sem á eftir koma,“ sagði Thunberg og þrjátíu og þrír aðrir ungir aðgerðasinnar í opnu bréfi sem var birt í dag. Umhverfisverndarsamtök mótmæla einnig áformum framkvæmdastjórnarinnar um að endurskoða ekki losunarmarkmið þess fyrir árið 2030 ekki fyrr en í september, aðeins tveimur mánuðum áður en frestur til að skila nýjum og metnaðarfyllri landsmarkmiðum til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna rennur út í nóvember. Tólf aðildarríki undir forystu Danmerkur hafa þrýst á framkvæmdastjórnina að ljúka endurskoðun 2030-markmiðanna í júní, þar á meðal Frakkland, Ítalíu og Holland. Þýskaland, stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda innan Evrópu, er ekki í þeim hópi. Aðgerðasinnar óttast að með svo skömmum fyrirvara nái ESB ekki að uppfæra markmið sín fyrir 2030 og missi þannig tækifærið til að þrýsta á aðra stóra losendur eins og Kína um að auka metnað sinn. Hugmyndir eru uppi innan framkvæmdastjórnarinnar að herða markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 úr 40% í 50 eða 55%. Íslensk stjórnvöld hafa samið við Evrópusambandið og Noreg um 27% samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Evrópusambandið Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Sjá meira