Innlent

Þriðji dagurinn í röð án smits

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðunni covid.is.

Þetta er því þrijði dagurinn í röð þar sem engin smit greinast. Tvö ný smit greindust á fimmtudaginn en enginn hafði greinst með veiruna síðustu þrjá daga þar á undan.

Alls hefur 1.801 einstaklingur greinst með kórónuveiruna hér á landi. Átján manns eru í einangrun og stendur sú tala í stað á milli daga, tveir á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu. Enn eru 578 manns í sóttkví. Tíu manns hafa látist vegna veirunnar.

Alls voru 872 sýni greind hjá Íslenskri erfðagreiningu síðastliðinn sólarhring og 63 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×