Enski boltinn

Pellegrini ætlar ekki að versla í janúar

Manuel Pellegrini, stjóri Man. City, er ekkert að hugsa um að styrkja liðið eftir áramót.

Pellegrini er með breiðan hóp og ræður því vel við að missa nokkra menn í meiðsli.

„Við erum ekkert að hugsa um janúar eða hvað við ætlum að eyða miklu. Það eru líka takmörk á því hvað við megum vera með marga leikmenn í hópnum," sagði Pellegrini.

Á meðan Sergio Aguero heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera þá þarf Pellegrini ekki að hafa miklar áhyggjur.

„Sergio er frábær leikmaður og verður að halda áfram að spila svona ef hann vill vera á meðal fimm bestu manna heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×