Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Samúel Karl Ólason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2014 16:41 Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo. Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo.
Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira