Umferðin hreyfist ekki í höfuðborginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2019 16:58 Svona leit Bústaðavegurinn út á slaginu sex. Vísir/Vilhelm Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ökumenn á leið heim úr vinnu og í öðrum erindagjörðum hafa fundið fyrir því að umferðin er sérstaklega þung síðdegis í dag. Hringbraut í vesturátt er sérstaklega slæm og teygir umferðin sig langt út á Granda. Framkvæmdir á Bústaðavegi, sem tilkynnt var um 30. ágúst á vef Vegagerðarinnar, gætu átt hlut að máli. Þau svör fengust hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekkert slys hefði átt sér stað. Bústaðavegurinn væri leiðinlegur og búið að takmarka umferð um veginn. „Það er bara allt pikkstopp í bænum,“ sagði starfsmaður slökkviliðsins. Í tilkynningu um framkvæmdir við lengingu fráfreinar og breikkun rampa á Bústaðavegi frá 30. ágúst segir eftirfarandi: Framkvæmdir eru hafnar við breytingar - og breikkun fráreinar til austurs við hlið syðri akreina á Bústaðavegi, þ.e. milli Suðurhlíðar og Kringlumýrarbrautar. Á þessum kafla verður annarri akrein fyrir umferð til austurs um Bústaðaveg lokað tímabundið, á meðan á framkvæmdinni stendur. Einnig verður unnið við umferðarljós og breytingar á akreinum akstursrampa Bústaðavegar, til suðurs að Kringlumýrarbraut (Hafnarfjarðarvegi (40)).Framkvæmdir munu standa yfir á þessu svæði nú í haust og eru verklok áætluð 15. nóvember 2019. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um vinnusvæðið. Hér að neðan má sjá myndir sem teknar eru af umferðinni í Reykjavík nú á sjötta tímanum. Enn voru langar bílaraðir á Miklubraut og Hringbraut, sem og á Bústaðavegi.Horft yfir Miklubraut klukkan 18:00.Vísir/TumiLöng bílaröð á Hringbraut til vesturs klukkan 18:13.Vísir/TumiSnærós Sindradóttir, fjölmiðlakona á RÚV, lýsir reynslu sinni af skutli síðdegis í dag.Umferðin við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar klukkan 18:34.Vísir/Stefán ÁrniMargrét Erla Maack veltir umferðinni sömuleiðis fyrir sér. Er eitthvað slys eða er þetta venjulegt umferðaröngþveiti á Hringbraut, Njarðargötu, Skúlagötu og götunni hjá Háskólanum (Oddagötu??) Kv konan sem er aldrei í umferðinni— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) September 5, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira