Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Heimir Már Pétursson, Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. september 2019 17:26 Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira