Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 12:20 Helga Schmid, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Abbas Araghchil aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í kjarnorkuviðræðum sem fóru fram í Vín í síðasta mánuði. AP/Roland Zak Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma. Íran Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma.
Íran Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent