Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 17:38 Norður-kóresk landamærastöð handan hlutlausa svæðisins á mörkum Norður- og Suður-Kóreu. Óstaðfestar fregnir hafa verið um að norður-kóreskum landamæravörðum hafi verið skipað að skjóta hvern þann sem reynir að fara yfir landamæri landsins að Kína vegna faraldursins. Vísir/EPA Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí. Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. Í þakkarskilaboðum til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lagði Xi Jinping, forseti Kína, áherslu á samstarf ríkjanna til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar í Norður-Kóreu. Kínversk stjórnvöld væru reiðubúin að aðstoða Norður-Kóreu í að berjast gegn veirunni. Heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu er sagt veikburða og talið geta hrunið undan álagi jafnvel þó að faraldur nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19 yrði smár í sniðum þar. Sérfræðingar véfengja fullyrðingar stjórnvalda í Pjongjang um að enginn hafi smitast í landinu þrátt fyrir að Norður-Kórea hafi verið fyrsta landið til að banna komur ferðamanna í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur hefur enda geisað í Kína til norðurs og í Suður-Kóreu til suðurs. Svarti markaðurinn í Norður-Kóreu byggir á ólöglegum viðskiptum yfir landamærin að Kína. Miklar vangaveltur hafa verið um heilsu Kim sjálfs eftir að hann sást ekki opinberlega í tuttugu daga og missti af hátíðarhöldum í tilefni af afmæli afa síns. Sögur um að Kim væri helsjúkur eða jafnvel látinn gengu fjöllunum hærra þrátt fyrir að suður-kóreska leyniþjónustan segði engar vísbendingar um það. Kim skaut svo upp kollinum í heimsókn í áburðarverksmiðju 2. maí.
Norður-Kórea Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19 Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00 Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00 Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Norður-Kórea skaut á vaktstöð Suður-Kóreu Landamæraverðir Norður- og Suður-Kóreu skutust á í morgun á svæði í kring um landamæri ríkjanna sem á að teljast hlutlaust. 3. maí 2020 08:19
Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Kim Jong Un er ekki dáinn en hann er ekki fyrsti einræðisherra Norður-Kóreu sem ranglega sagður vera dáinn og það mun líklegast gerast aftur. 29. apríl 2020 06:00
Norðurkóreskur læknir segir stjórnvöld fela faraldurinn Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð reyna að fela kórónuveirufaraldurinn þar í landi. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá því að neinn hafi smitast. 20. apríl 2020 19:00
Kim mættur aftur til starfa Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mætti í gær á opnunarathöfn áburðarverksmiðju í útjaðri Pyongyang en hann hafði ekki sést opinberlega í tuttugu daga og héldu margir að Kim væri alvarlega veikur eða jafnvel fallinn frá vegna fjarveru sinnar. 2. maí 2020 10:02