Innlent

Varað við eldhættu vegna þurrka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar á undanförnum árum vegna gróðurelda í sumarhúsabyggðum eins og í Skorradal.
Viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar á undanförnum árum vegna gróðurelda í sumarhúsabyggðum eins og í Skorradal. Vísir/Bjarni

SMS voru send út frá Almannavörnum til þeirra sem staddir eru í Skorradal í dag til þess að vara við eldhættu vegna þurrka.

Þurrkatíð hefur verið að undanförnu og því gróður og sina orðin ansi þurr í Skorradal eftir því sem fréttastofa kemst næst. Fjölmenn sumarhúsabyggð er í Skorradal og þar er einstaklega gróðursælt.

Í fyrra var töluvert fjallað um mögulega eldhættu og lýstu Almannavarnir meðal annars yfir óvissustigi á Vesturlandi vegna hættu á gróðurelda eftir mikinn þurrk síðastliðið sumar.

Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal þar sem dalurinn er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr auk þess sem að flóttaleiður úr dalnum eru þröngar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.