Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 12:47 Sumarbústaður brann í Skorradal fyrir tveimur árum. Vísir/JóiK Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira