Erlent

Pútín vill ekki refsiaðgerðir gegn Íran

Pútín ásamt portúgalska starfsbróður sínum Anibal Cavaco í Lissabon í dag.
Pútín ásamt portúgalska starfsbróður sínum Anibal Cavaco í Lissabon í dag. MYND/AFP

Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag vera mótfallinn frekari refsiaðgerðum gegn Íran. Þetta kom fram í máli Pútíns á blaðamannafundi í Lissabon í Portúgal.

Pútín sagði að frekari refsiaðgerðir myndu einungis stuðla að því að gera ástandið enn verra. Sagði hann ennfremur að Ahmadinejad Íransforseti hefði fullvissað sig um Íranir ætluðu sér að fylgja alþjóðasáttmálum varðandi kjarnorku.

Bandaríkjamenn hafa lagt mikla áherslu á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir frekari refsiaðgerðir gegn Írönum til að koma í veg fyrir kjarnorkuáætlun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×