Vilja fresta ákvörðun um fjölgun leikja Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 12:00 KR varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð eftir 22 umferða mót. Vísir/Daníel KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
KSÍ skipaði í lok síðasta árs starfshóp til að skoða mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla með það í huga að fjölga leikjum í deildinni. Starfshópinn skipa fulltrúar frá KSÍ, aðildarfélögum og fjölmiðlum. Nú þegar vika er í næsta ársþing KSÍ hefur hópurinn skilað frá sér skýrslu. Í niðurstöðukafla hennar segir að það sé mat starfshópsins að umræðan innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé of skammt á veg komin til að hægt sé að ná fram niðurstöðu um mögulegar breytingar núna. Breytingar á mótahaldi þurfi að hafa víðtækan stuðning og ekki verði ráðist í þær nema að vandlega athuguðu máli. Leggjast þurfi í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir þau fjölmörgu atriði sem hafa þurfi í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Starfshópurinn leggst þar með gegn hugmyndum Skagamanna um að taka strax ákvörðun um fjölgun liða í Pepsi Max deild karla, en í tillögu ÍA fyrir ársþingið segir að 14 lið skuli skipa efstu deild á næsta ári. Starfshópurinn leggur til að hann fái að starfa áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi næsta haust. Í skýrslu starfshópsins segir að þær leiðir sem hafi verið nefndar séu aðallega þrjár, þó að fleiri hafi verið skoðaðar lauslega: Fjölgun liða í deildinni Fjölgun umferða í deildinni (sami liðafjöldi eða fækkun liða) Úrslitakeppni með skiptingu deildarinnar Helstu markmiðin með því að fjölga leikjum í deildinni eru sögð fimm: Auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og leikmanna sem leika á Íslandi Nýta betur fjárfestingu aðildarfélaganna í leikmönnum og starfsmönnum Auka möguleika á tekjuöflun Auka verðmæti sjónvarps– og markaðsréttinda deildarinnar Mæta vaxandi eftirspurn Þar kemur einnig fram að ýmis úrlausnarefni og áskoranir fylgi því að ná settum markmiðum. Þannig þurfi að horfa til veðurfars, vallarmála, áhuga stuðninsgmanna og rétthafa, sjálfboðaliða, dómaramál, áhrifa á leikmenn og ýmislegs fleira.Skýrsluna má lesa í heild hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira