Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. desember 2018 10:44 Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50