Erdogan sagði að Þjóðverjar ættu að líta sér nær þegar kæmi að þjóðarmorðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2016 23:27 Angela Merkel kanslari Þýskalands og Erdogan forseti Tyrklands á fundi á loftslagsráðstefnunni í París í fyrra. vísir/getty Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins. Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.
Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22
Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“