Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 18:50 Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira