Endurreisn heilbrigðiskerfisins stærsta verkefni næsta kjörtímabils Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 18:50 Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær með tæp 60 prósent atkvæða. Hún kom víða við í stefnuræðu sem hún flutti nú síðdegis – sagði meðal annars að kosningabarátta flokksins myndi hefjast strax eftir helgi og nefndi endurreisn heilbrigðiskerfisins sem forgangsmál. „Við í Samfylkingunni erum velferðarafl og við viljum leiða stærsta verkefni næsta kjörtímabils sem verður endurreisn heilbrigðiskerfisins,“ sagði Oddný. „Skortur á fjárfestingum og rekstrarfé blasir við hvert sem litið er. Langvinn verkföll lækna og annarra starfsmanna sjúkrahúsa eru sjúkdómseinkenni kerfis sem þarfnast uppbyggingar og umhyggju.“ Stefna flokksins sé skýr – setja þurfi húsnæðismál Landspítalans í forgang og fjárfesta í tækjabúnaði. „Við höfnum leið einkavæðingar í heilbrigðismálum. Við viljum leið samábyrgðar og jöfnuðar.“Landsbankinn verði þjóðarbanki Oddný sagði flokkinn vilja endurskipuleggja fjármálakerfið og gera Landsbankann að þjóðarbanka. „Samfylkingin hefur skýra stefnu í þessum efnum. Hlutir í bönkum verða ekki seldir fyrr en tryggt er að rekstur þeirra fari ekki úr böndunum á kostnað almennings. Til þess að svo geti orðið þarf að grípa til aðgerða,“ sagði Oddný. Aðskilja þurfi almenna viðskiptabanka og fjárfestingabanka, tryggja dreift eignarhald á bönkunum og tryggja betur réttindi neytenda á fjármálamarkaði. „Enda er þekking og staða einstaklinga og banka mjög ójöfn í dag. Vaxtakjör og þjónustugjöld banka verða að vera hófsöm og lúta skýrum reglum.“ Hún sagði það tilhlökkunarefni að Samfylkingin rétti úr kútnum. „Von og mikil vinna, bjartsýni og ákafi, samstaða, heiðarleiki og mannúð er það sem þarf til að auka fylgi við jafnaðarstefnuna og baráttugleðin mun fleyta okkur langt,“ sagði Oddný á landsfundi Samfylkingarinnar sem lauk í dag.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira