Hannes Þór Halldórsson fékk á sig fjögur mörk í tapi Randers gegn AaB í dönsku deildinni í dag en eftir leikinn er Randers í vondum málum í 13. sæti deildarinnar með 17 stig.
Hannes Þór hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands síðustu árin en mun mögulega fá samkeppni frá t.d. Rúnari Kristni Rúnarssyni á næstu mánuðum fyrir heimsmeistaramótið.
Liðsmenn Randers sáu aldrei til sólar í leiknum en AaB náði forystunni strax á 2. mínútu leiksins en þá skoraði Kasper Kusk.
Kasper Pedersen skoraði korteri seinna og var staðan 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum voru það Yann Rolim og Jannik Pohl sem innsigluðu sigurinn með tveimur mörkum og þar við sat.
Lokastaðan 4-0 fyrir AaB og Randers því í vondum málum í botnbaráttunni.
Hannes Þór og félagar fengu skell
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn