„Málið er dapurlegt fyrir alla“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. apríl 2014 19:30 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað. Scott James Carcary var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa í mars í fyrra hrist dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Sýnilegir áverkar voru á heila barnsins en það flokkast sem svokallað Shaken Baby Syndrom. Carcary fékk sem fyrr segir fimm ára fangelsisdóm en ákæruvaldið fór fram á átta ára dóm. Við flutning málsins benti Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, á að refsiramminn fyrir brot af þessu tagi væri sextán ár. „Ég flutti málið með hliðsjón af því að miðað við aðstæður væri ekki rétt að fara mikið niður fyrir helminginn af refsirammanum, eða átta ár,“ segir hún. Sigríður segir málið sérstakt og dapurlegt. „Þetta er þungur dómur og málið er dapurlegt fyrir alla. Það hefur bara verið dæmt einu sinni áður í sambærilegu máli en þar var ákært fyrir manndráp af gáleysi en ekki stórfellda líkamsárás. Þetta er í raun sérstakt mál í réttarsögulegu samhengi á Íslandi,“ segir hún. Carcary hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu og gerir verjandi hans ráð fyrir að dómnum veðri áfrýjað. Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Ákæruvaldið í shaken-baby málinu vill þunga refsingu yfir manninum í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. 14. mars 2014 12:16 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag breskan karlmann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins þrjár milljónir í miskabætur. Málinu verður líklega áfrýjað. Scott James Carcary var ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa í mars í fyrra hrist dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Sýnilegir áverkar voru á heila barnsins en það flokkast sem svokallað Shaken Baby Syndrom. Carcary fékk sem fyrr segir fimm ára fangelsisdóm en ákæruvaldið fór fram á átta ára dóm. Við flutning málsins benti Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, á að refsiramminn fyrir brot af þessu tagi væri sextán ár. „Ég flutti málið með hliðsjón af því að miðað við aðstæður væri ekki rétt að fara mikið niður fyrir helminginn af refsirammanum, eða átta ár,“ segir hún. Sigríður segir málið sérstakt og dapurlegt. „Þetta er þungur dómur og málið er dapurlegt fyrir alla. Það hefur bara verið dæmt einu sinni áður í sambærilegu máli en þar var ákært fyrir manndráp af gáleysi en ekki stórfellda líkamsárás. Þetta er í raun sérstakt mál í réttarsögulegu samhengi á Íslandi,“ segir hún. Carcary hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu og gerir verjandi hans ráð fyrir að dómnum veðri áfrýjað.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Ákæruvaldið í shaken-baby málinu vill þunga refsingu yfir manninum í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. 14. mars 2014 12:16 Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43
Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Ákæruvaldið í shaken-baby málinu vill þunga refsingu yfir manninum í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. 14. mars 2014 12:16
Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Breskur taugameinafræðingur og dómkvaddur sérfræðingur í máli manns sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi fyrir að valda dauða 9 mánaða drengs með hristingi fyrir áratug, hefur í skýrslu sinni útilokað að dauða barnsins megi rekja til heilkennis ungbarnahristings. Lögmaður mannsins segir skýrsluna verða lagða fyrir endurupptökunefnd og farið verði fram á endurupptöku málsins. 4. júní 2013 18:45
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37
Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51
Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00
Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55