Segir útilokað að andlát megi rekja til ungbarnahristings Helga Arnardóttir skrifar 4. júní 2013 18:45 Sigurður Guðmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi árið 2002 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans á heimili þeirra í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn 2003 og var Sigurður dæmdur í átján mánaða fangelsi. Drengurinn missti meðvitund á heimili Sigurðar og lést 48 tímum síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist úr Shaken baby syndrome, eða heilkenni ungbarnahristings. Einkenni þess hafa verið talin blæðingar undir heilahimnu, bjúgmyndun við heila og blóðsöfnun í augnbotnum. Sigurður átti að hafa hrist drenginn svo harkalega að það leiddi til dauða hans. Sigurður neitaði alltaf sök í málinu og hefur haldið fram sakleysi sínu allt fram til dagsins í dag. Lögmaður hans Sveinn Andri Sveinsson fékk fyrir skömmu Dr. Waney Squier breskan taugameinafræðing samþykktan sem dómkvaddan matsmann til að fara yfir málið að nýju. „Til þess að fara yfir þá krufningu sem liggur fyrir í málinu og lá til grundvallar sakfellingu í málinu og reyna átta sig á dánarorsökum þessa litla drengs," segir Sveinn Andri. Dr. Squier hefur sérhæft sig í rannsóknum á heilum ungbarna og lengi verið dómkvaddur sérfræðingur í bresku réttarkerfi bæði hjá ákæruvaldinu og vörninni, þegar Shaken baby syndrome tilfelli hafa verið til meðferðar. „Það er í stuttu máli hennar niðurstaða að dánarorsök hafi ekki verið hristingur þannig að hún hafnar algjörlega þessum svokallaða shaken baby syndrome í þessu máli," segiir Sveinn. Dr.Squier setur fyrirvara við margt í máli drengsins og segir að samkvæmt athugunum sínum hafi engin merki verið um ofbeldi á líkama drengsins, hvorki handaför né marblettir eða rifbeinsbrot sem hefði mátt búast við ef gripið hefði verið um níu mánaða barn, rúm níu kíló að þyngd og það hrist harkalega. Engin merki hafi heldur verið um hálsmeiðsl sem hefði mátt búast við ef harkalegur hálshnykkur hefði átt sér stað. Hún segir drenginn einnig hafa verið eldri og þyngri en flest þau börn sem talin hafa verið fórnarlömb heilkennis ungbarnahristings en meðalaldur þeirra sé í kringum 12 vikur. Þá efast hún einnig stórlega um að fullorðinn einstaklingur gæti hrist barn í þessari þyngd nógu harkalega til að valda innvortis meiðslum án þess að þreytast fljótt. Hún telur sig þó ekki vita hver dánarorsök drengsins var en nefnir meðal annars D-vítamín skort og veikindi drengsins dagana fyrir andlátið sem mögulega áhrifaþætti. „Við fáum líklega aldrei að vita hver dánarorsök drengsins var en það sem skiptir mestu máli er að hún hafnar hinum banvæna hristingi sem dánarorsök. Þarna hefur tekist að sýna fram á það að dánarorsökin er önnur en lögð var til grundvallar í þessu sakamáli sem var rekið hér fyrir tíu árum síðan," segir Sveinn. Niðurstöðurnar verðar lagðar fyrir nýskipaða endurupptökunefnd og farið verður fram á endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir rannsóknir í þessum efnum hafa fleygt fram á undanförnum árum og skiptar skoðanir séu á heilkenni ungbarnahristings. Í ljósi niðurstöðunnar ákvað Sigurður að málið yrði opnað að nýju þrátt fyrir að langt sé um liðið. „Í fyrsta lagi þá setja menn svona lagað ekkert á bakvið sig, í öðru lagi er aldrei of seint að endurheimta mannorðið og æruna og það er það sem hann er að gera og það er betra seint en aldrei." Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Sigurður Guðmundsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraðsdómi árið 2002 fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs sem var í daggæslu hjá honum og þáverandi konu hans á heimili þeirra í maí 2001. Hæstiréttur mildaði dóminn 2003 og var Sigurður dæmdur í átján mánaða fangelsi. Drengurinn missti meðvitund á heimili Sigurðar og lést 48 tímum síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist úr Shaken baby syndrome, eða heilkenni ungbarnahristings. Einkenni þess hafa verið talin blæðingar undir heilahimnu, bjúgmyndun við heila og blóðsöfnun í augnbotnum. Sigurður átti að hafa hrist drenginn svo harkalega að það leiddi til dauða hans. Sigurður neitaði alltaf sök í málinu og hefur haldið fram sakleysi sínu allt fram til dagsins í dag. Lögmaður hans Sveinn Andri Sveinsson fékk fyrir skömmu Dr. Waney Squier breskan taugameinafræðing samþykktan sem dómkvaddan matsmann til að fara yfir málið að nýju. „Til þess að fara yfir þá krufningu sem liggur fyrir í málinu og lá til grundvallar sakfellingu í málinu og reyna átta sig á dánarorsökum þessa litla drengs," segir Sveinn Andri. Dr. Squier hefur sérhæft sig í rannsóknum á heilum ungbarna og lengi verið dómkvaddur sérfræðingur í bresku réttarkerfi bæði hjá ákæruvaldinu og vörninni, þegar Shaken baby syndrome tilfelli hafa verið til meðferðar. „Það er í stuttu máli hennar niðurstaða að dánarorsök hafi ekki verið hristingur þannig að hún hafnar algjörlega þessum svokallaða shaken baby syndrome í þessu máli," segiir Sveinn. Dr.Squier setur fyrirvara við margt í máli drengsins og segir að samkvæmt athugunum sínum hafi engin merki verið um ofbeldi á líkama drengsins, hvorki handaför né marblettir eða rifbeinsbrot sem hefði mátt búast við ef gripið hefði verið um níu mánaða barn, rúm níu kíló að þyngd og það hrist harkalega. Engin merki hafi heldur verið um hálsmeiðsl sem hefði mátt búast við ef harkalegur hálshnykkur hefði átt sér stað. Hún segir drenginn einnig hafa verið eldri og þyngri en flest þau börn sem talin hafa verið fórnarlömb heilkennis ungbarnahristings en meðalaldur þeirra sé í kringum 12 vikur. Þá efast hún einnig stórlega um að fullorðinn einstaklingur gæti hrist barn í þessari þyngd nógu harkalega til að valda innvortis meiðslum án þess að þreytast fljótt. Hún telur sig þó ekki vita hver dánarorsök drengsins var en nefnir meðal annars D-vítamín skort og veikindi drengsins dagana fyrir andlátið sem mögulega áhrifaþætti. „Við fáum líklega aldrei að vita hver dánarorsök drengsins var en það sem skiptir mestu máli er að hún hafnar hinum banvæna hristingi sem dánarorsök. Þarna hefur tekist að sýna fram á það að dánarorsökin er önnur en lögð var til grundvallar í þessu sakamáli sem var rekið hér fyrir tíu árum síðan," segir Sveinn. Niðurstöðurnar verðar lagðar fyrir nýskipaða endurupptökunefnd og farið verður fram á endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Sveinn Andri segir rannsóknir í þessum efnum hafa fleygt fram á undanförnum árum og skiptar skoðanir séu á heilkenni ungbarnahristings. Í ljósi niðurstöðunnar ákvað Sigurður að málið yrði opnað að nýju þrátt fyrir að langt sé um liðið. „Í fyrsta lagi þá setja menn svona lagað ekkert á bakvið sig, í öðru lagi er aldrei of seint að endurheimta mannorðið og æruna og það er það sem hann er að gera og það er betra seint en aldrei."
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira