Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:37 vísir/gva Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. „Barnið vaknaði um 5-6 leytið og byrjaði samstundis að gráta. Ég reyndi að hugga það og róa en ákvað svo að fara með það í göngutúr. Ég fór með hana í 10-15 mínútna göngu og grét hún allan tímann. Ég tók svo eftir að gráturinn var ekki eins hávær og hann hafði verið og var hún hreyfingarlítil þegar hún lá á öxl minni. Hljóðin í henni voru óvenjuleg,“ sagði faðir barnsins, þegar hann var beðinn um að rifja upp daginn örlagaríka. Hann segist hafa leitað til nágranna sinna um leið og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann virtist ekki óstyrkur og hélt ró sinni allan tímann í vitnaleiðslunum. Maðurinn sagðist hafa sofið fram á miðjan dag, eða til hádegis. Hann sagði barnsmóður sína hafa verið á neðri hæð íbúðarinnar með barnið á meðan hann var uppi í tölvunni. Hann sagði barnið framanaf verið eðlilegt að öllu leiti. Aðspurður um næringarhlið barnsins, hvort það hafi borðað þann dag, kvaðst hann ekki vita það. Saksóknari spurði hvað komið hefði fyrir barnið: „Ég er ekki læknir þannig að ég get ekki getið mér til um það. En það er greinilegt að barnið hefur hlotið áverka.“ Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vekja beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Hann telur áverkana geta hafa komið fyrir í ungbarnasundi, en leiðbeinandi ungbarnasundsins mun bera vitni í málinu síðar í dag. Aðspurður segist hann vera við góða andlega heilsu. Spurður um andlega heilsu barnsmóður sinnar segir hann hana þunglynda og skapbráða. Þá segir hann sig og barnsmóður sína hafa rætt Shaken baby syndrom tvisvar sinnum, og sagði hana hafa haft þörf til þess að hrista barn sitt. Málið var rætt tvisvar sinnum, einu sinni fyrir fæðingu barnsins og einu sinni eftir fæðinguna. Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. „Barnið vaknaði um 5-6 leytið og byrjaði samstundis að gráta. Ég reyndi að hugga það og róa en ákvað svo að fara með það í göngutúr. Ég fór með hana í 10-15 mínútna göngu og grét hún allan tímann. Ég tók svo eftir að gráturinn var ekki eins hávær og hann hafði verið og var hún hreyfingarlítil þegar hún lá á öxl minni. Hljóðin í henni voru óvenjuleg,“ sagði faðir barnsins, þegar hann var beðinn um að rifja upp daginn örlagaríka. Hann segist hafa leitað til nágranna sinna um leið og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann virtist ekki óstyrkur og hélt ró sinni allan tímann í vitnaleiðslunum. Maðurinn sagðist hafa sofið fram á miðjan dag, eða til hádegis. Hann sagði barnsmóður sína hafa verið á neðri hæð íbúðarinnar með barnið á meðan hann var uppi í tölvunni. Hann sagði barnið framanaf verið eðlilegt að öllu leiti. Aðspurður um næringarhlið barnsins, hvort það hafi borðað þann dag, kvaðst hann ekki vita það. Saksóknari spurði hvað komið hefði fyrir barnið: „Ég er ekki læknir þannig að ég get ekki getið mér til um það. En það er greinilegt að barnið hefur hlotið áverka.“ Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vekja beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Hann telur áverkana geta hafa komið fyrir í ungbarnasundi, en leiðbeinandi ungbarnasundsins mun bera vitni í málinu síðar í dag. Aðspurður segist hann vera við góða andlega heilsu. Spurður um andlega heilsu barnsmóður sinnar segir hann hana þunglynda og skapbráða. Þá segir hann sig og barnsmóður sína hafa rætt Shaken baby syndrom tvisvar sinnum, og sagði hana hafa haft þörf til þess að hrista barn sitt. Málið var rætt tvisvar sinnum, einu sinni fyrir fæðingu barnsins og einu sinni eftir fæðinguna.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00
Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55