Þetta sýna tölur sem velferðarráðuneytið tók saman fyrir fréttastofu um stöðu mála hvað varðar skort á hjúkrunarrýmum og áform um uppbyggingu. Ein helsta ástæðan fyrir fráflæðisvanda Landspítalans er skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða.
Fjöldi hjúkrunarrýma á landinu er um 2700 rými samkvæmt svari ráðuneytisins en flestir sem flytja inn á hjúkrunarheimili koma þangað eftir 80 ára aldur en hlutfall þess aldurshóps var 3,6% af íbúafjölda ársins 2017. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er um 2,6 ár.
Hafin er vinna við byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík með rými fyrir 99 íbúa en ennþáá eftir aðákveða staðsetningu 80 nýrra hjúkrunarrýma sem rísa eiga á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi hjúkrunarrýma sem núna eru í byggingu, eða ááætlun um byggingu, eru 486 rými.
Þar eru 309 ný rými, 99 í Reykjavík, 64 í Kópavogi, 1 í Hafnarfirði, 40 á Seltjarnarnesi og 25 íÁrborg auk þeirra 80 á höfuðborgarsvæðinu sem eftir á að staðsetja. Þá stendur til að bæta aðbúnaðí 177 rýmum; 35 íÁrborg, 59 í Hafnarfirði, 23 á Húsavík, 18 í Stykkishólmi, 24 á Höfn Auk 12 rýma á Kirkjuhvoli og 6 í Fellaskjóli. Þrátt fyrir áform um talsverða uppbyggingu má búast viðáframhaldandi skorti en áætlað er að allt að 270 hjúkrunarrými skorti til viðbótar, þar af 130 á höfuðborgarsvæðinu.

Ef reiknað væri með að kostnaður við endurbætur væri um 75% af nýbyggingarkostnaði og allar úthlutanir Framkvæmdasjóðs aldraðra til ársins 2023 færu í endurbætur á núverandi rýmum, gæti Framkvæmdasjóðurinn veitt 40% framlagi til endurbóta á um 300 hjúkrunarrýmum, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins. Ekki er þó ljóst hvort sveitarfélög eða aðrir eigendur sjálfseignastofnana hafi kost á svo hraðri endurnýjun.