Fanndís um baulið á Kópavogsvelli: „Var mjög móðguð til að byrja með en þetta voru ekki Blikar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 20:00 Fanndís fagnar markinu fræga. vísir/daníel Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira