Belgar buðu til markaveislu | Öll úrslit dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2016 22:00 Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13
Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00
Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45
Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49