Kóresk goðsögn á fimmtugsaldri skoraði fyrsta markið eftir COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 14:30 Lee Dong-gook fagnaði sigurmarki sínu með Jeonbuk Hyundai Motors með því að þakka heilbrigðsstarfsfólki fyrir á táknmáli. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020 Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið sem byrjaði að spila á nýjan leik eftir að öllum leikjum í deildarkeppni landsins hafði verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrsta markið eftir COVID-19 skoraði Suður-Kóreumaðurinn Lee Dong-gook fyrir lið Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook hélt upp á 41 árs afmælið sitt í lok síðasta mánaðar en hann spilaði bæði í Þýskalandi (Werder Bremen) og Englandi (Middlesbrough) fyrir meira en áratug síðan. Lee Dong-gook kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði sigurmarkið en Jeonbuk Hyundai Motors vann Suwon Bluewings 1-0. Markið kom með skalla á nærstönginni eftir hornspyrnu frá vinstri en markið má sjá hér fyrir neðan. Lee Dong-gook fagnaði markinu með því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir á táknmáli. #KLeague Moment Another look at The Lion King, Lee Dong-gook's opening goal. #KLeague | #K | #JEOvSSB pic.twitter.com/GT2dz0Ozeo— K League (@kleague) May 8, 2020 Lee Dong-gook spilaði 105 landsleiki og skoraði í þeim 33 mörk fyrir Suður-Kóreu á árunum 1998 til 2017. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn þegar Suður-Kóreubúar héldu HM með Japönum árið 2002. Lee Dong-gook var kallaður „Lati snillingurinn“ og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink lagði mikið upp úr vinnusemi hjá leikmönnum landsliðsins. Lee Dong-gook tók því mjög illa að vera ekki valinn í hópinn hjá Guus Hiddink og hefur seinna sagt frá því að hann horfði ekki á einn leik í þessu mikla ævintýri þar sem suður-kóreska liðið komst alla leið í undanúrslitin. Ex-Middlesbrough striker Lee Dong-gook celebrated his goal in the K-League season opener by doing hand signals to thank South Korean medical staff for their work during the coronavirus pandemic Watch LIVE: https://t.co/422ZZNu5gU @BBCiPlayer pic.twitter.com/NyjSHh5HYW— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2020 Lee Dong-gook kom til Jeonbuk Hyundai Motors árið 2009 og hefur spilað með liðinu síðan. Hann skoraði sitt tvö hundraðasta mark fyrir félagið á síðasta ári. Dong-gook skoraði 9 mörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð og vann þá sinn sjöunda meistaratitil með Jeonbuk Hyundai Motors. Lee Dong-gook has now scored in all 22 #KLeague seasons he has played in: 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 202041 years old. pic.twitter.com/qJdLIU96r8— Squawka Football (@Squawka) May 8, 2020
Fótbolti Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn