„Neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Blikum í vetur en Róbert Orri Þorkellsson kom frá Aftureldingu í vetur. mynd/blikar Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil. Staða Blika var til umræðu í Sportinu í kvöld þar sem þeir Rikki G, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar fóru yfir stöðuna í íslenska fótboltanum en flautað verður til leiks þann 13. júní. Þegar talið barst að Blikum fengu spekingarnir þá spurningu hvort að Óskar væri pressulaus vegna þess leikstíls sem hann reynir nú að innleiða í Kópavogi. „Hann verður ekki stikkfrír. Hann fær afslátt. Menn trúa á hugmyndafræðina en ef þeir eru að fara gera einhverjar gloríur aftur og aftur í upphafi móts þá hljóta þeir að þurfa skoða sín mál. Það er krafa um árangur í Breiðabliki og ég neita að trúa því að Óskar Hrafn fái fríspil,“ sagði Atli Viðar áður en Máni tók við boltanum. „Þessi veirufaraldur hittir Blikana á mjög slæmum tíma. Þjálfarateymið vill drilla liðið sitt mjög vel. Þú sérð að þeir fara í leik gegn Skaganum og tapa 5-2 en rústa svo seinni leiknum sem þeir spila. Alveg sama hvernig þetta fer í sumar þá verða Blikarnir að hafa þolinmæði fyrir þessu.“ „Ég held algjörlega að Óskar og Halldór séu að koma með hugmyndafræði sem passar fyrir Breiðablik. Þegar verður búið að drilla þetta upp alla flokka þá er þetta eitthvað sem það sem koma skal. Þessi högg sem þeir fá þegar þeir missa leikmenn og annað, þeir munu geta lokað fyrir þau,“ sagði Máni. Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira