Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2020 13:30 Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur virkjað óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, biðlar til íbúa að fylgjast vel með veðurfréttum og færð á vegum. Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Ofanflóðavaktin segir mörg snjóflóð hafa fallið síðustu viku, meðal annars á vegi. Viðbúið er að snjóflóðahætta gæti skapast og því þarf að fylgjast vel með snjóflóðahættu í byggð. „Þetta þýðir að það er aukin vakt gagnvart byggðinni en undanfarin ár hafa íslensk yfirvöld gert ráðstafanir gagnvart stórum hluta byggðarinnar á Vestfjörðum og víðar með snjóflóðavörnum, að flytja byggð og svo framvegis,“ segir Hlynur. Óvissustigið þýði þó ekki að stór hluti byggðarinnar í hættu, heldur eigi það við um einstaka hús. En hvaða bæir eru þetta nákvæmlega?„Þetta eru einn bær í Dýrafirði, einn eða tveir í Önundarfirði, einn bær í Hnífsdal. Þetta er sorpmótttökustöðin hérna í Skutulsfirði, Funi, Starfsstöð Hampiðjunnar hérna á Ísafirði og síðan sorpflokkunarstöð sem er rétt hjá Hampiðjufyrirtækinu.“ Aðspurður hvort fólki sé yfir höfuð heimilt að vera í umræddum húsum segir Hlynur. „Veðurstofan mat það í morgun að það væri öruggara að vera með sorpmótttökuna Funa í Skutulsfirði, lokaða í dag. Það hefur verið tilkynnt. En síðan er starfsemi í Hampiðjunni og sorpflokkuninni þar við. Við metum stöðuna seinna í dag, eða Veðurstofan.“ Hlynur hvetur íbúa til að fara að öllu með gát. „Vegna hættu á ofanflóðum erum við með lokaða vegi á milli Ísafjarðar og Súðavíkur og til Flateyrar. Sökum veðurs mun Vegagerðin ekki opna vegi til Suðureyrar, Þingeyrar og annarra staða þar sem ekki gengur að halda opnu. Við hvetjum fólk til að fylgjast vel með vefsíðu Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og svo er lögreglan með Facebooksíðu þar sem upplýsingar eru birtar reglulega,“ segir Hlynur Hafberg. Á vefsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar kemur fram að mikil hætta sé á snjóflóðum á Norðanverðum Vestfjörðum, líkt og áður var getið í fréttinni, sem og á utanverðum Tröllaskaga. Þá er nokkur hætta talin vera á snjóflóðum á Austfjörðum.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15