Barnaklám hunsað 21. júní 2007 20:33 Kerfisfræðingur hjá Reiknistofnun Háskólans komst fyrir nokkrum árum á snoðir um að tveir menn væru að nota stolinn aðgang frá nemanda í skólanum til að hlaða niður og dreifa barnaklámi á netinu.Kerfisfræðingurinn, Elías Halldór Ágústsson, reyndi ítrekað að fá lögreglu til að gera eitthvað í málinu en talaði fyrir daufum eyrum.Elías segir að það hafi verið um vorið 1999 sem hann hafi fyrst heyrt sögur af því að tveir menn sætu í tölvuverum skólans að skoða barnaklám. Þá hafði umsjónarmaður eins tölvuversins komist að því að bilun í einni tölvu stafaði af því að harði diskurinn var uppfullur af svo svæsnu barnaklámi að hann fékk taugaáfall.Þegar Elías fór að grennslast nánar fyrir um málið komst hann að því að mennirnir tveir voru að nota aðgang nema við skólans, sem sjálfur hafði aldrei notað hann. Elías segir þá að hann hafi viljað koma lögum yfir þessa menn en ekki vitað hvernig þar sem á þessum tíma voru ekki nein lög í gildi hér á landi sem bönnuðu vörslu barnakláms. Hann ákvað því að safna eins miklum upplýsingum og hann gæti um það sem þessir menn aðhefðust á netinu.Hann stillti notendaaðganginn þannig að hann gat fylgst náið með því sem mennirnir ræddu á spjallrásum netsins og komst þá að því að þessir tveir höfðu orðið uppvísir að því að hlaða upp svæsnu klámefni á vefþjón Landsímans tveimur árum áður. Þá komst Elías að því að mennirnir höfðu ekki bara notað aðganginn sem þeir höfðu að tölvukerfi Háskólans til að nálgast barnaklám sjálfir, heldur einnig til að dreifa því um allt internetið, til tengiliða í Kanada, Bandaríkjunum og víðar, eins og Elías segir sjálfur á síðu sinni.Þegar hann var búinn að safna þessum upplýsingum öllum saman ákvað hann að hafa samband við Lögregluna. Hann segist hafa þurft að hringja nokkrum sinnum þar til hann fékk samband við lögreglumann sem hafði nokkurn áhuga á að hlusta á það sem hann hafði að segja. Lögreglumaðurinn hins vegar gaf þau svör að ekkert hefði verið gert í þessu máli sem varðaði við íslensk lög, og því gæti lögregla ekkert aðhafst. Elías andmælti þessu og benti á að verið væri að fremja alþjóðleg lögbrot þar sem verið væri að dreifa barnaklámi til annarra landa, þar sem varsla barnakláms væri sannarlega ólögleg. Enn talaði hann fyrir daufum eyrum lögreglumannsins.Þá reyndi Elías að höfða til annara kennda, eins og hann segir sjálfur á bloggi sínu; að segja að hér væru á ferðinni hættulegir menn og annar starfaði sem gangavörður í grunnskóla og því stafaði börnum bein hætta af honum. Enn sagðist lögreglan ekkert geta gert, annað en hugsanlega reynt að lögsækja þá fyrir vörslu kláms, en slík mál væru, eins og lögreglumaðurinn sagði sjálfur, "loðin og teygjanleg". Þá segist Elías hafa gefist upp og reynt að gleyma þessu máli.Hann hins vegar rifjar það upp nú að sögn vegna þess að í dag eru báðir þessir menn mikilvirkir bloggarar á vefsvæði Morgunblaðisins og skoðanir þeirra um femínisma og klám hafi meira að segja birst í prentútgáfu blaðsins. Elías nafngreinir ekki þessa menn á bloggi sínu en spyr að endingu: Hvað getur maður gert.Hægt er að skoða bloggsíðu Elíasar hér: Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Kerfisfræðingur hjá Reiknistofnun Háskólans komst fyrir nokkrum árum á snoðir um að tveir menn væru að nota stolinn aðgang frá nemanda í skólanum til að hlaða niður og dreifa barnaklámi á netinu.Kerfisfræðingurinn, Elías Halldór Ágústsson, reyndi ítrekað að fá lögreglu til að gera eitthvað í málinu en talaði fyrir daufum eyrum.Elías segir að það hafi verið um vorið 1999 sem hann hafi fyrst heyrt sögur af því að tveir menn sætu í tölvuverum skólans að skoða barnaklám. Þá hafði umsjónarmaður eins tölvuversins komist að því að bilun í einni tölvu stafaði af því að harði diskurinn var uppfullur af svo svæsnu barnaklámi að hann fékk taugaáfall.Þegar Elías fór að grennslast nánar fyrir um málið komst hann að því að mennirnir tveir voru að nota aðgang nema við skólans, sem sjálfur hafði aldrei notað hann. Elías segir þá að hann hafi viljað koma lögum yfir þessa menn en ekki vitað hvernig þar sem á þessum tíma voru ekki nein lög í gildi hér á landi sem bönnuðu vörslu barnakláms. Hann ákvað því að safna eins miklum upplýsingum og hann gæti um það sem þessir menn aðhefðust á netinu.Hann stillti notendaaðganginn þannig að hann gat fylgst náið með því sem mennirnir ræddu á spjallrásum netsins og komst þá að því að þessir tveir höfðu orðið uppvísir að því að hlaða upp svæsnu klámefni á vefþjón Landsímans tveimur árum áður. Þá komst Elías að því að mennirnir höfðu ekki bara notað aðganginn sem þeir höfðu að tölvukerfi Háskólans til að nálgast barnaklám sjálfir, heldur einnig til að dreifa því um allt internetið, til tengiliða í Kanada, Bandaríkjunum og víðar, eins og Elías segir sjálfur á síðu sinni.Þegar hann var búinn að safna þessum upplýsingum öllum saman ákvað hann að hafa samband við Lögregluna. Hann segist hafa þurft að hringja nokkrum sinnum þar til hann fékk samband við lögreglumann sem hafði nokkurn áhuga á að hlusta á það sem hann hafði að segja. Lögreglumaðurinn hins vegar gaf þau svör að ekkert hefði verið gert í þessu máli sem varðaði við íslensk lög, og því gæti lögregla ekkert aðhafst. Elías andmælti þessu og benti á að verið væri að fremja alþjóðleg lögbrot þar sem verið væri að dreifa barnaklámi til annarra landa, þar sem varsla barnakláms væri sannarlega ólögleg. Enn talaði hann fyrir daufum eyrum lögreglumannsins.Þá reyndi Elías að höfða til annara kennda, eins og hann segir sjálfur á bloggi sínu; að segja að hér væru á ferðinni hættulegir menn og annar starfaði sem gangavörður í grunnskóla og því stafaði börnum bein hætta af honum. Enn sagðist lögreglan ekkert geta gert, annað en hugsanlega reynt að lögsækja þá fyrir vörslu kláms, en slík mál væru, eins og lögreglumaðurinn sagði sjálfur, "loðin og teygjanleg". Þá segist Elías hafa gefist upp og reynt að gleyma þessu máli.Hann hins vegar rifjar það upp nú að sögn vegna þess að í dag eru báðir þessir menn mikilvirkir bloggarar á vefsvæði Morgunblaðisins og skoðanir þeirra um femínisma og klám hafi meira að segja birst í prentútgáfu blaðsins. Elías nafngreinir ekki þessa menn á bloggi sínu en spyr að endingu: Hvað getur maður gert.Hægt er að skoða bloggsíðu Elíasar hér:
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira