Erlent

Fella niður mál gegn Flynn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Flynn játaði árið 2017 að hafa logið að fulltrúm FBI, bandarísku Alríkislögreglunnar, í tengslum við rannsókn hennar á fundi hans með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en Trump tók við embætti forseta.

Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni og var skipaður þjóðaröryggisráðgjafi þegar Trump tók við embætti. Flynn var sagt upp störfum tæpum mánuði síðar eftir að upp komst að hann sagði ósatt um samskipti sín við rússneskan sendiherra í aðdraganda valdaskiptanna.

BBC greinir frá því að Flynn hafi að undanförnu reynt að draga þessa játningu til baka. AP greinir frá því að grundvöllur niðurfellingar ráðuneytisins á málinu á hendur Flynn sé sá að viðtal Flynn og fulltrúa FBI hafi ekki verið framkvæmt á löglegum rannsóknargrundvelli.

Ekki væri hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að Flynn hafi logið. Komist hafi verið að þessari niðurstöði eftir yfirferð á öllum gögnum málsins.


Tengdar fréttir

Loforð um að ljúga aldrei entist ekki lengi

Fyrsti opinberi blaðamannafundur upplýsingafulltrúa Hvíta hússins í 417 daga byrjaði á því að Kayleigh McEnany, sem er ný í starfi, hét því að ljúga ekki að blaðamönnum.

Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku

Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.