Enski boltinn

City á toppinn á ný

Manchester City sigraði Arsenal 1-0 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis og náði City þar með toppsætinu af nágrönum sínum í Man. Utd. á nýjan leik.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur frá upphafi til enda en sigurmarkið kom á áttundu mínútu seinni hálfleiks þegar David Silva skoraði eftir að hafa náð frákastinu eftir skot Mario Balotelli.

Arsenal skoraði skömmu seinna en Robin van Persie var dæmdur rangstæður, umdeildur dómur. Arsenal hefði átt að fá vítaspyrnu þegar rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka en þrátt fyrir að Philip Dowd dómari væri í kjör stöðu dæmdi hann ekki þegar boltinn fór augljóslega í hönd Micah Richards.

Arsenal fékk fín færi til að jafna metin undir lok leiksins en Joe Hart stóð fyrir sínu í marki City. City fékk ekki síðri færi til að gulltryggja sigurinn enda leikurinn opinn og mikið um færi.

Arsenal féll niður í sjötta sæti deildarinnar með tapinu en Manchester City náði toppsætinu á nýjan leik eins og áður segir.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×