Fótbolti

Gullmoli dagsins: Leikdagur með Guðmundi Hreiðarssyni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur vann í Herrafatadeild Hagkaupa meðfram boltanum.
Guðmundur vann í Herrafatadeild Hagkaupa meðfram boltanum. visir/s2s

Strákarnir í Sportinu í dag krydduðu upp á nýjum lið í þætti dagsins þar sem þeir byrjuðu með liðinn Gullmoli dagsins.

Á tímum kórónuveirunnar hefur beinum útsendingum fækkað svo um munar og því hafa margir verið að skoða gamlar klippur.

Ein þeirra dúkkaði upp í safni Stöðvar 2 og Henry Birgir Gunnarsson brá því á það ráð að koma með einn gullmola á dag í Sportinu í dag.

„Þegar þú byrjar einhverja svona vegferð þá byrjarðu með látum,“ sagði Henry áður en myndbandið var sýnt.

Í myndbandinu er fyrrum landsliðsmarkverðinum  Guðmundi Hreiðarssyni fylgt á eftir fyrir leik gegn ÍBV en Heimir Karlsson fygdi Guðmundi vel á eftir. Bæði í vinnunni og heima fyrir.

Sjón er sögu ríkari en þetta stórkostlega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Gullmoli dagsins - Dagur með Gumma Hreiðars

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.